top of page
HUGTAKAKORT

Í byrjun verkefnisins fengum við að vita að þeman myndi vera jörð, eldur, vatn og loft. Þá vissum við strax að vildum gera eitthvað tengt vatni, þannig við byrjuðum að hugsa um hvað við vildum einbeita á. Við prófuðum að gera könnun á hve margir vissu hvað kynjaverur væru, þá kom í ljós að 70% af 250 manns vissu ekki hvað þær væru. Þá lá það fyrir hvað verkefnið okkar myndu vera um. Við byrjuðum að gera hugtakakort sem þið sjáið hér fyrir ofan, við öfluðum okkur upplýsingar og fundum 5 dýr sem okkur langaði að fjalla um. Með góðri leiðbeiningu og frábæru skipurlagi frá kennurum byrjuðum við að vinna í heimasíðu, glærukynningu og bás. Framundan tóku við 3 vikur af dugnaði og mikilli vinnu. í miðju brjálæðinu komumst við að því að það voru ekki mikið af upplýsingum um kynjaverur við vatn og/eða fjörur til þannig það bætti meira vatni í bátinn. En núna erum við virkilega ánægðar með verkefnið okkar og okkur hlakkar bara til að kynna og sýna það.

VINNUFERLIÐ
bottom of page