top of page
LAGARFLJÓTSORMURINN

Það hefur sést til Lagarfljótsormsins síðan 1345 í Lagarfljóti rétt hjá Egilstöðum.

Í þjóðsögum er uppruni skrímslisins rakinn til þess að móðir gaf dóttur sinni gullhring og sagði henni að setja hann í öskju og leggja lingorm með því, þá hefðu hún mest gagn af því.

Stelpan gerði það en nokkrum dögum síðar hafði ormurinn vaxið svo mikið að askjan var að springa, þá varð stúlkan svo hrædd að hún fleygði öskjunni með öllu afli út í fljótið.

Síðan þá hafði fólk verið vart við orminn í fljótinu og sagt er að hann hafi grandað mönnum og öllu sem gerði sér ferð yfir fljótið. Síðan voru fengnir kunnáttu samir Finnar til landsins til þessa að bana orminum , þeirra ferð fór þannig að þeir sögðu að það væru ómögulegt að bana orminum en þeir hafi náð að hlekkja hann við botninn og síðan þá hefur hann ekki angrað menn.

En hann er sagður skjóta upp kollinum öðru hvoru.

MYNDBAND AF LAGAFLJÓTSORMINUM
bottom of page