top of page
FJÖRULALLI
Fjörulalli

Á þorláksmessudag 1934 bar svo til, að Guðfinnur Jakopsson í Reykjarfirði í Grunnvíkurhreppi fór á refaveiðar. Guðfinnur fór heiman frá bænum er aldimmt var orðið, líklega kl. 8-10, og hélt niður að sjónum, yfir Reykjarfjarðarós, og stefndi á svonefnt Brittasel. Þegar Guðfinnur kom á fjörukambinn fyrir handan  ósinn heyrir hann skröngl í fjörunni. Guðfinnur hélt að þetta væri tófa, og hljóp upp á kanbinn þar fyrir ofan til þess að vera viðbúinn að skjóta, ef tæfa leitaði upp úr fjörunni.

Skammt þar frá er Guðfinnur staðnæmdist var stór steinn, og var hann vanur að hafa legupláss undir steini þessum. Guðfinnur horfði til steinsins í því skyni, að athuga hvort hann  gæti ekki fært sig að steininum, án þess að sleppa skotfæri. Hann sá þá, að eitthvert flykki lá undir steininum, og varð það mannsins vart; fór á kreik og labbaði niður fjöruna.

Þegar Guðfinnur sá skepnuna þessa varð honum bylt, og hugaðist gera dýrinu geig og skaut á skepnuna. Færið var stutt og  var Guðfinnur viss um að skotið hafði hæft dýrið. Virðist því ekkert verða bylt við sendingu þessa; hristi sig dálítið, og hélt áfram leið sína, og ætlaði að dýr þetta skyldi ekki sleppa úr greipum sér. Skaut hann öðru skoti á dýrið, eftir því sem honum þótti hægast við liggja, en ekki virðist dýrið saka að heldur. Steypti dýrið sér í sjóinn þar fram að flúrunum, og hafði Guðfinnur ekki meira af  því að segja. Eftir lýsingu Guðfinns var dýrið fótalágt, en digurt, og skrönglaði hátt, er það hreyfði sig. Taldi Guðfinnur víst, að þetta hefði verið Fjörulalli.

Vestfirzkar sagnir. 3. bindi

SÍMAVIÐTAL-SAGA AF FJÖRULALLA
Unknown Track - Unknown Artist
00:00 / 00:00

Bergljót Aðalsteinsdóttir

bottom of page