top of page
HAFMAÐURINN

Hafmaðurinn líkist hafmeyjunum og er sagður vera ljótasta kvikindi sem til er. Í gömlum keltneskum sögum er sagt að ef hafmeyjar ná ekki giftast mennskum manni fyrir ákveðin aldur neyðast þær til að giftast hafmanni og verða þær þá jafn ljótar og hann.

Hafmaðurinn kemur næstum aldrei uppá land en þegar það gerist þá gengur hann á tveimur fótum og dregur magan eftir jörðinni.

Hafmaðurinn er með stutttar hendur og langar klær, andlitið er lítið en augun og munnurinn er stór.

Munnurinn er fullur af löngum beittum tönnum og augun eru starandi. Það er sagt að menn hafi mist vitið við það eina að sjá framan í hann.

Hafmaðurinn sást síðast fyrir um 150 árum og það hefur ekki spurst meira til hans.

bottom of page