top of page
FJÖRULALLI

Fjöulalli er vera sem heldur sig við strendur Íslands og er algengastur á Breiðfirði og Vestfjörðum. Það eru til margar frásagnir um hvernig Fjörulalli lítur út. Sumir segja að hanni sé á stærð við hest, aðrir meðalstóran hund eða kind.

En fólk er samt sammála um að hann sé grábrúnn með langa nefkeilu og sé kubbslegur í hreyfingum.

Sumir segja að hann sé mjög loðin og að það hangi þörungar, hrúðurkarlar og skeljar úr feldinum. Fjörulallinn reynir að læðast upp fyrir fólk í fjörunni og þröngva þeim með sér niður í sjó.

Fólki hefur tekist a sleppa frá honum með því að flígja. Fjörulallinn hefur oft sést á fjörubeit með kindum og sagt er að hann reyni að fara upp á kindurnar.

Svo er sagt að fjörulalli laðist að óléttum konum af einhverri furðulegri ástæðu

bottom of page