top of page
NYKUR

Svo er mælt að einu sinni voru þrjú eða fjögur börn að leika sér á bæ einum. Skammt frá bænum var vatn eitt mikið og eyrar sléttar með vatninu. Börnin voru nú á eyrum þessum.

Þau sáu hest gráan á eyrinni og fóru að skoða hann. Fer þá eitt barnið á bak og svo hvert af öðru þangað til það elzta var eftir. Þau báðu það að koma líka því þau sögðu að nóg væri langur hryggurinn á klárnum þó þau kæmu öll. Barnið vildi ei fara og sagðist ei nenna því.

Fór þá hesturinn þegar af stað og hvarf hann út í vatnið með öll börnin á bakinu.

Barnið sem eftir var fór heim og sagði frá þessum viðburði svo sem hann er sagður, og vissu menn þá að þetta hafði verið nykur.

Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

bottom of page