top of page
HAFMEYJAN

Hafmeyjur eru verur sem eru sagðar vera í líkama kvenna að ofan og með sporð eins og fiskur að neðan.

Karlkyns hafbúi kallast marbendill . Algengast er í þjóðsögum að hafmeyjum sé lýst sem fögrum síðhærðum, brjóststórum, meyjum sem sitja á skerjum eða klettum og greiða hárið sitt, halda á spegli eða spila á hörpu, syngja heillandi söngva og lokka til sín sjómenn.

Það eru til margar sögur og kenningar um það hvernig hafmeyjar urðu til.

Rómverjar segja að leifar gamalla skreyttra herskipa hafi breyst í hold og blóð hafmeyjana, Írar telja það að hafmeyjarnar séu galmar útskrúfaðar kerlingar ú bænum St.Patriks. Aðrir segja að þau séu drukknuð ungabörn sem voru dæmd til þessa að lifa í djúpi Rauðahafsins. Enn aðrar sögur segja að hafmeyjur hafi upprunalega verið í fuglslíki með fagra söngrödd ,þær voru kallaðar Sírenur. Sírenurnar eru sagðar hafa tælt menn til sín með söng og fegurð sinni líkt og hafmeyjarnar, og drepið þá svo.

Hafmeyjarnar hafa yfirleitt það versta í huga, þær lokka til sín sjómenn og börn til þess að drepa eða leggja bölvun yfir fjölskyldur. Þrátt fyrir þessar upplýsingar eru en til sögur af hafmeyjum sem gefa sjómönnum góð ráð, vari þá við eða verði ástfangnar af mönnum og giftist þeim.

Hafmeyja sem fannst við strendur Bretlands.

bottom of page