top of page
NYKUR

Fótspor sem fannst við Bjarnarvatn, haldið að það sé eftir Nyk.

Nykur líkist aðallega hesti þó að hann sé skyldur svínum. Nykurinn er oftast grá , úfinn, makkamikill og með sítt tagl.

Þó hann sé líkur hestinum á flesta vegu snúa hófarnir og eyrun öfugt .

Í þjóðsögum segir að Nykurinn lifi í vötnum, ám og sjó og að hann komi á land til þess að lokka fólk á bak og hlaupa með það ofan á vatnið og drekkja því. Það á ekki að vera hægt að fara ofan af baki Nykursins því feldurinn er sagður vera eins og lím eða segull.

Nykurinn má ekki heyra nafn sitt eða neitt líkt því , vegna þess að þá hleipur hann út í vatnið.

Hann má heldur ekki heyra orðið andskotinn eða önnur orð yfir djöfulinn því það gefur í skyn tengingu við djöfulinn.

Sumir segja að Nykurinn sé djöfulinn sjálfur í hestslíkama, þess vegna forðast hann líka Guðs orð og kirkjuklukkur.

bottom of page